Fréttir

Formaður Samiðnar fær heimild til vísunar til ríkissáttasemjara

Formaður Samiðnar fær heimild til vísunar til ríkissáttasemjara
Á fundi samninganefndar Samiðnar í dag var formanni Samiðnar Hilmari Harðarsyni veitt heimild til að vísa yfirstandandi kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. Þrátt fyrir þá heimild breytir það í engu ásetningi samninganefndar að láta á það reyna á næstu dögum hvort ljúka megi deilunni með kjarasamningi. Mikilvægt er að leggja áherslu á að verkefnið er ekki bara að gera kjarasamning, heldur að gera samning sem varðveitir góðan árangur síðustu ára og tryggir vaxandi kaupmátt á nýju samningstímabili. Iðnaðarsamfélagið er samstíga í þessari vinnu með sameiginleg markmið félagsmanna sinna í forgrunni. Lesa meira

Góð mæting á aðalfund félagsins sem haldinn var í Alþýðuhúsinu í kvöld.

Góð mæting á aðalfund félagsins sem haldinn var í Alþýðuhúsinu í kvöld.
Aðalfundur félagsins var haldinn í Alþýðuhúsinu í kvöld fimmtudaginn 21.02.19 í gær, mánudaginn 26. febrúar. Góð mæting var á fundinn og var boðið uppá súpu og brauð í byrjun fundar ásamt kaffi og súkkulaðiköku í eftirrétt. Í lok fundar afhenti formaður Sighvati Rúnari Pálssyni viðurkenningu fyrir eftirtekarverðan árangur í sveinsprófi ásamt því að veita meistara hans viðurkenningu honum Ingvari Guðna Svavarssyni. Lesa meira

Stjórnvöld bera ríkulega ábyrgð á kjarasamningum þó að viðsemjendurnir séu Samtök atvinnulífsins. Ríksstjórnin ber ábyrgð á þeirri stöðu sem nú ríkir og aðkoma hennar mikilvæg til að leysa úr vandanum.

Stjórnvöld bera ríkulega ábyrgð á kjarasamningum þó að viðsemjendurnir séu Samtök atvinnulífsins. Ríksstjórnin ber ábyrgð á þeirri stöðu sem nú ríkir og aðkoma hennar mikilvæg til að leysa úr vandanum.
Ekki er hægt að halda því fram að okkur hafi miðað mikið áfram í samningaviðræðunum þessa vikuna en höfum þó reynt að þoka málum í rétta átt. Tíminn hefur verið notaður í samtöl við atvinnurekendur í einstökum starfsgreinum s.s í málm- og í byggingageiranum. Lesa meira

Svæði